K-8F Krapavél með forkæli

K-8F er virkilega öflug ískrapavél með forkæli. Hún afskastar allt að 2.366 l/klst.

Krapavélar framleiða krapa úr sjó, sem er notaður til kælingar á afla þegar búið er að gera að honum. Krapa er dælt jafnt og þétt í kör eins og lagt er í þau.

K-8F er öflug og hagkvæm krapavél með forkæli. Vélin getur framleitt allt að 2.366 l/klst af krapa.

Með góðri krapavél er ekki lengur nauðsynlegt að halda til sjós með kör full af ís, sem og þú þarft ekki lengur að moka ís yfir aflann. Krapavélin dælir upp sjó og framleiðir krapa, sem kælir aflann og eykur verðmæti hans til muna.

Krapa er dælt jafnt og þétt í kör eins og lagt er í þau. Ólíkt ísnum, þá leggst krapinn jafnt yfir allan aflann, umlykur hann þannig að hvergi myndast loftgöt eins og títt gerist með ís.

Þú færð meiri verðmæti úr aflanum með K-8F krapavél með forkæli

Þá er mikill tímasparnaður fólginn í að vera með öfluga krapavél um borð, þar sem áhöfnin getur sinnt öðrum verkum en að moka ís ofan á aflann.

K-8F krapavélin er með forkæli sem tryggir jöfn afköst vélarinnar upp að 20°C sjóhita. Hún framleiðir allt að 2.366 lítra af krapa á klukkustund (miðað við 10% ís).

Þessi öfluga krapavél hentar sérstaklega vel fyrir millistór fiskveiðiskip og við mælum óhikað með henni.

Ísframleiðslugeta við 0° sjóhita:   2366 l/klst. af 10% ís og 648 l/klst. af 43 % ís
Forkælir:   Forkælir heldur uppi jöfnum afköstum ísvélarinnar í allt að 20 °C sjóhita.
Kæliafköst ískrapa við 0° sjóhita:  24,138 kcal/klst.
Lágmarks saltinnihald:   2,6 % NaCl
Orkuþörf í keyrslu:   30,3 kW
Utanmál í cm LxBxH:   200x90x1200
Þyngd:   690 kg
Kælimiðill:   404A
Sjósíun:   30 míkron
Sjónotkun við 15 °C:   6200 l/klst.

Hafa samband

Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum aðeins hágæða vöru sem við treystum og vitum að skilar auknum aflaverðmætum.

Við eigum margar tegundir af ískrapavélum sem henta öllum stærðum fiskiskipa.

    Um Kælingu

    Kæling ehf. er meðal leiðandi fyrirtækja á sviði kæli-, frysti- og ískrapakerfa, einkum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Fyrirtækið framleiðir meðal annars krapavélar, sjókæla og kælikerfi fyrir fiskiskip. Kerfin hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda varðveita þau gæði og ferskleika hráefnisins við vinnslu þess og geymslu í skipunum.

    Shopping Basket