K-20F krapavél með forkæli er öflugasta krapavélin okkar. Vélin getur framleitt allt að 5.916 l/klst af krapa og hentar fyrir stærri fiskveiðiskip.
Þegar þú þarft hámarksafköst og virkilega mikinn krapa, þá er K-20F vélin sú sem við mælum helst með. Enda hefur hún margsannað gildi sitt.
K-20F er öflugasta krapavélin okkar og getur framleitt allt að 5.916 l/klst af 10% ís. Þetta er því algjör vinnuþjarkur sem skilar sínu fljótt og vel.
Krapi er ólíkur ís að því leyti, að hann fyllir upp í allt tómarúm í hverju kari. Þannig umlykkur krapinn allan aflann og eykur verðmæti hans til muna, þar sem hvergi er tómarúm, eins og getur gerst með ís.
Þú sparar þannig bæði tíma, þar sem ekki þarf lengur að moka ís á milli kara, heldur líka þarftu ekki lengur að fara til sjós með kör full af ís. K-20F krapavélin er þannig fljót að borga sig upp.
K-20F vélin hentar fyrir millistór og stór fiskveiðiskip.
Ísframleiðslugeta við 0° sjóhita: | 5916 l/klst. af 10% ís og 1220 l/klst. af 43 % ís |
Forkælir: | Forkælir heldur uppi jöfnum afköstum ísvélarinnar í allt að 15 °C sjóhita. |
Kæliafköst ískrapa við 0° sjóhita: | 60.346 Kcal/klst. |
Lágmarks saltinnihald: | 2,6 % NaCl |
Orkuþörf í keyrslu: | 55 Kw |
Utanmál í cm LxBxH: | 2000x1400x1850 |
Þyngd: | 1780 kg |
Kælimiðill: | 404A |
Sjósíun: | 30 míkron |
Sjónotkun við 15 °C: | 15.400l/klst. |
Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum aðeins hágæða vöru sem við treystum og vitum að skilar auknum aflaverðmætum.
Við eigum margar tegundir af ískrapavélum sem henta öllum stærðum fiskiskipa.
Kæling ehf. er meðal leiðandi fyrirtækja á sviði kæli-, frysti- og ískrapakerfa, einkum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Fyrirtækið framleiðir meðal annars krapavélar, sjókæla og kælikerfi fyrir fiskiskip. Kerfin hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda varðveita þau gæði og ferskleika hráefnisins við vinnslu þess og geymslu í skipunum.