K-20 F splitt krapavél er með öflugum forkæli heldur uppi jöfnum afköstum ísvélarinnar við allt að 20 °C sjóhita. Kæling býður upp á alhliða kælilausnir.
Með góðri krapavél þarftu ekki lengur að halda til sjós með ís í körum, enn síður þarftu að púla við að moka ís á milli kara til að verja aflanna.
K-20 F splitt krapavél eykur verðmæti aflans
Krapi verndar aflann mun betur en venjulegur ís. Hann leggst þétt að aflanum og skilur hvergi eftir loftgöt. Þannig eykur þú verðmæti aflans.
Ísframleiðslugeta við 0° sjóhita:
5916 l/klst. af 10% ís og 1620 l/klst. af 43 % ís
Forkælir:
Forkælir heldur uppi jöfnum afköstum ísvélarinnar við allt að 20 °C sjóhita.
Kæliafköst ískrapa:
60,345 Kcal/klst.
Lágmarks saltinnihald:
2,6 % NaCl
Ískrapavél/Orkuþörf í keyrslu:
56 kW
Utanmál vélagrindar í cm LxBxH:
210x65x160
Utanmál rekka í cm LxBxH:
145x55x248
Þyngd:
1780 kg
Kælimiðill:
404A
Sjósíun:
30 míkron
Sjónotkun við 15 °C:
1590 l/klst
Hafa samband
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þig vantar góða krapavél. Við leggjum metnað okkar í að veita framúrskarandi þjónustu og bjóðum aðeins hágæða vöru sem við treystum og vitum að skilar auknum aflaverðmætum.
Um Kælingu
Kæling ehf. er meðal leiðandi fyrirtækja á sviði kæli-, frysti- og ískrapakerfa, einkum fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Fyrirtækið framleiðir meðal annars krapavélar, sjókæla og kælikerfi fyrir fiskiskip. Kerfin hafa náð fótfestu bæði hér á landi og erlendis enda varðveita þau gæði og ferskleika hráefnisins við vinnslu þess og geymslu í skipunum.