Nýlega var Indriði Kristins BA-751 sjósettur í Hafnarfjarðarhöfn

Indriði Kristins er búinn mörgum nýjungum og er einstaklega stöðugur. Kæling hefur komið að hönnun og smíði þessa skips nánast frá upphafi og strax var ljóst að mikið væri lagt upp úr að hámarka gæði aflans á öllum stigum.

Verkefnið var nokkuð krefjandi þar sem gengið er lengra í kælibúnaði um borð í þessu skipi í samanburði við mörg önnur. Áskorunin fólst fyrst og fremst í því að tryggja kælingu á öllum stigum og að koma fyrir búnaði sem tæki sem minnst pláss en væri að sama skapi aðgengilegur.

Sérhönnuð samstæða sem hámarkar verðmæti aflans

Niðurstaðan var að velja KP40 sjókælir og K4F ískrapavél. En saman vinnur þessi kælibúnaðar einstaklega vel. KP40 sjókælirinn skilar allt að 2.000 l/klst. af 0°heitum sjó og hins vegar allt að 3.000 l/klst. af sjó sem er -2° frá yfirborðshita sjávar.

Fiskurinn er kældur með fullkomnum hætti á öllum stigum

Einstakt samspil þessa kælibúnaðar gerir það að verkum að fiskurinn fer beint í sjó sem er tveimur gráðum kaldari en yfirborð sjávar og þar blæðir fiskinum út við kjöraðstæður. Þegar fiskinum hefur blætt út er hann færður yfir í ker með 0° heitum sjó þar sem er látinn kólna niður áður en hann fer niður í lest og settur í krapa.

Með þessari aðferð er hægt að tryggja hámarksgæði á aflanum allt frá því að fiskur er veiddur og þar til honum er komið til vinnslu eða á markaði í landi. 

Facebook
Twitter
LinkedIn

Fleiri fréttir

K4F ískrapavél um borð í Bárði SH 81

Leika verkfærin í höndunum á þér?

Kæling óskar eftir öflugum starfskrafti í samsetningu og uppsetningu á kælikerfum Sækja um starf Starfið felur í sér Starfið felur í sér

Add a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *