Sérhæfðar lausnir fyrir fiskeldi

Kæling býður sérhæfðar alhliða kælilausnir fyrir fiskeldi

Kæling býður sérhæfðar nútíma kælilausnir fyrir fiskeldi sem tryggja fullkomið hitastig frá slátrun til lestunar á flutningatæki.

Slátrun og blæðing við fullkomið hitastig

Meðferð og kæling á eldisfiski þarf að vera hárrétt frá upphafi til enda til þess að tryggja hámarks verðmæti.

Niðurkæling fyrir kæligeymslu eða flutning

Að ná fullkomnu hitastigi fyrir afurðir úr fiskeldi er lykilatriði til að tryggja hámarks ferskleika hvort sem um er að ræða kælingu áður en afurðir fara í kæligeymslu eða beint í flutning.

Sérsniðnar nútímalausnir eftir þörfum hvers og eins

Aðstæður eru gjarnan mjög ólíkar frá einum stað til annars. Kæling býður því sérsniðnar lausnir sem taka mið af umhverfi og þörfum hvers og eins.

Kælirýmiaf öllum stærðum og gerðum

Í upphafi er valinn búnaður sem hentar umsvifum á hverjum stað. En mögulegt er að bæta við kælirými þegar umsvif aukast. 

Stjórnun hitastigs í vinnslurýmum

Lofthitastig í þeim rýmum sem afurðirnar fara í gegnum er mikilvægur þáttur í öllu ferlinu. Kæling býður alhliða lausnir frá því að setja upp rýmin og tryggja að rétt hitastig haldist þó að umferð starfsmanna og vinnutækja fari um svæðið.

Búnaður sem auðveldar störfin

Kæling býður heildarlausnir með ýmsum útfærslum og aukabúnaði sem auðvelda störf.

Hæðarstillanlegur flutningavagn

Eitt af því sem mögulegt er að velja sem hluta af heildarlausninni eru hæðarstillanlegir flutningavagna sem auðvelda alla vinnu og tilfærslur á útfarastofum og í líkhúsum. Sterkir og áreiðanlegir vagnar úr ryðfríu stáli með öflugum rafknúnum tjökkum og hjólum sem standast álagið og auðvelt er að ýta vögnunum á.

Hafðu samband og fáðu aðstoð sérfræðinga við að setja upp sérhæfða kælilausnir sem henta ykkar starfsemi.